Óskilamunaverkefni

4.-5. bekkur er að vinna verkefni um óskilamuni. Verkefnið tengist 20 ára afmælis Grænfánans í nóvember, sem er vistspor og orka. Við fórum og náðum í óskilamunina sem safnast höfðu frá því að skólinn byrjaði. Allt var sett í hrúgu sem síðan var flokkað niður eftir því hvort um var að ræða sokka, vettlinga, húfur, jakka, buxur og fl. Þegar það var búið var tekinn saman kostnaður við hvað hver og einn flokkur kostar. Eftir að sú vinna var búin tókum við merktan fatnað og komum honum til skila til eigenda sinna, fundum við einnig helling af fötum sem við áttum sjálf. Því næst tókum við myndir af því sem eftir var, bjuggum til þessa frétt og fylgja myndirnar af óskilamununum með. Einnig bjuggum við til veggspjöld sem sýni bæði kostnað og fjölda óskilamuna sem voru. Okkur finnst auðveldast að týna vettlingum, sokkum og húfum.
Kannast kannski einhver við fatnað sem er á myndunum. 
Við viljum endilega að óskilamunirnir komist til eigenda sinna, og minnum á að það skiptir máli að merkja fötin. 
Það kom okkur á óvart að andvirði óskilamunanna var ca. 500.000 kr. 
Verður þetta verkefni endurtekið aftur seinna í vetur. Fleiri myndir eru inni á myndasafni.
Bestu kveðjur
4.-5. bekkur