Óskilamunir

Í gær fóru nemendur í 4. bekk aftur yfir óskilamuni skólans. Mikið hefur bæst við óskilamun frá því í nóvember. Einingis rúm 15% af óskilamununum voru merktir en voru 40% í nóvember. Áætlað verðmæti er rúm milljón. Allt sem var merkt fór á réttan stað en ómerkt föt eru enn í óskilamunum.

Við hvetjum foreldra að skoða myndirnar og koma upp í skóla að sækja það sem þið þekkið. Einnig að merkja vel fötin hjá börnunum.
Allar myndirnar eru inni á myndasafni í möppu merkta Óskilamunir maí 2025.