Rumpuskógur

Titill: Rumpuskógur 

Höfundur: Nadia Shireen 

Umsögn: 

Mjög góð bók, skemmtileg og fyndin. Það eru flottar myndir í bókinni og hún er auðveld að lesa. Allir sem eiga yngri systkini verða að lesa þessa bók því refurinn í bókinni á litla systur sem hann passar og hann kennir manni hvernig maður eigi að koma fram við litla systkinið sem maður á. Svo er líka boðskapur í bókinni sem er að það borgar sig ekki að vera vondur.  

 Stjörnugjöf:   ⭐⭐⭐⭐⭐

Jódís Kristín Jónsdóttir, 4. bekk