Skákheimsókn

Fimmtudaginn 30. september fékk Grunnskólinn góða heimsókn frá Skáksambandi Íslands.
Stefán Steingrímur Bergsson kom og fræddi nemendur um skákina og kenndi nemendum á yngsta og miðstigi skemmtilegar skákæfingar og leiki. 
7.-10. bekkur tók þátt í léttum spurningaleik um skák og að lokum var haldið stutt skákmót, þar sem nemendur öttu kappi hver við annan. Eftir spennandi og jafnt mót stóð Alexander Ágústsson í 10. bekk eftir með flest stig. 
Fleiri myndir inni á myndasafni.