Skíðadagur

Þar sem við búum svo vel að hafa skíðabrekkuna í bakgarðinum á skólanum notum við stundum tækifærið þegar það gefst að skreppa á skíði á skólatíma. Það gerðum við síðastliðinn föstudag í valtímunum við mikin fögnuð nemenda. Skíðalyftan var sett í gang og notuðu nemendur allskonar tæki til að renna sér á, skíði, bretti, sleða og fleira. Fleiri myndir inni á myndasafni merkt skíðadagur.