Skíðadagur

Fimmtudaginn 8. febrúar var haldinn skíðadagur í Grunnskólanum og allir nemendur skólans voru í útivist. 4. - 10. bekkur fóru í skíðabrekkuna og var mikið fjör. 1. - 3. bekkur renndu sér í skólabrekkunni. Allir voru vel útiteknir og þreyttir eftir daginn en skemmtu sér vel. Það eru mikil forréttindi að hafa skíðabrekku hérna rétt við skólann og gaman að geta notað tækifæri og skotist þangað þegar færi gefst. Fleiri myndir inni á myndasíðu.