Skólabókasafnið

Skólabókasafnið opnaði í dag fyrir nemendur og það var mikil gleði að fá krakkana inn á safnið aftur eftir alltof langt hlé. Drekinn góði á safninu hefur haft sig hægan undanfarnar vikur en nú færðist líf í kappann og eftir að hafa efnt til nafnasamkeppni meðal nemenda fékk hann loksins nafnið Myrkvi. Kennarar fengu það hlutverk að kjósa flottasta nafnið og fékk þetta nafn afgerandi kosningu. Það var Telma Fanný í 7. bekk sem átti hugmyndina að nafninu og fékk hún bókaglaðning að launum.