Skólanetskákmót Íslands

Skólanetskákmót Íslands hefur göngu sína á ný í október. Mótaröðin átti góðu gengi að fagna í fyrravetur og tóku alls á annað hundrað skólakrakkar þátt, hvarvetna af landinu. Mótaröðin er opin grunnskólakrökkum af öllu landinu og eru krakkar af landsbyggðinni sérstaklega hvattir til þátttöku.

Fyrsta mótið fer fram sunnudaginn 4. október og hefst kl. 17:00.

DAGSETNINGAR MÓTANNA Í VETUR:

  • Sunnudaginn 4. október kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 1. nóvember kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 6. desember kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 3. janúar kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 7. febrúar kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 7. mars kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 4. apríl kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 2. mai kl. 17:00 – 18:30

Nánar á skak.is.