Starfsdagur og árshátíðarundirbúningur

Árshátíðarundirbúningur er í fullum gangi og ljóst að Árshátíð skólans verður með breyttu sniði sem við ætlum þó að framkvæma.
Þar sem samkomutakmarkanir um skólahald gilda til 1. maí er ekki hægt að hólfaskipta líkt og gert er með aðrar sýningar eða íþróttaviðburði.
Þetta setur smá strik í reikninginn þar sem undirbúningur hefur tekið mið af almennum samkomutakmörkunum.
Þess vegna mun skólinn halda tvær sýningar nemenda í 1. – 7. bekk. Gestir þurfa því að skrá sig á sýningar og mun skólinn útbúa skráningarblað sem verður rafrænt en einnig má hafa samband.
Tvær tímasetningar verða í boði – Nánar auglýst síðast.
Verið er að kanna hvort möguleiki sé á rafrænni útsendingu.
Þegar fyrri sýningin klárast fara áhorfendur heim, fletir sótthreinsaðir og nemendur græja sig fyrir næstu sýningu.
Árshátíð nemenda í 8. - 10. bekk fer svo fram um kvöldið.
Samkomutakmarkanir skólahalds miðast við 50 fullorðna.
Næsta mánudag eða 15. mars er starfsdagur í grunnskólanum og því ekki kennsla hjá nemendum í 1. – 10. bekk