Stóra upplestrarkeppnin 2024

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi var haldin í Grundarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 8. maí. Alls tóku níu krakkar þátt í keppninni, þrjú úr hverju bæjarfélagi, Stykkishólmi, Snæfellsbæ og Grundarfirði. Okkar keppendur voru þau Hans Bjarni Sigurbjörnsson, sem sigraði undankeppnina okkar hér heima, Kjartan Jósefsson og Rakel Rós Sigurðardóttir.

Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega og voru fyrirmyndar, bæði í framkomu og í sínum flutningi.
Við erum því stolt að segja frá því að Rakel Rós sigraði keppnina með glæsibrag.
Í öðru sæti varð Friðrika Rún frá grunnskóla Snæfellsbæjar og í þriðja sæti var Jón Dagur frá grunnskólanum í Stykkishólmi.
Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

 Á myndinni eru vinningshafar og dómnefnd keppninnar en hana skipuðu Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Loftur Árni Björgvinsson og Séra Ægir Örn Sveinsson. Á myndinni er einnig Þórhalla H. Baldursdóttir frá Landsbankanum.