Sumardagurinn fyrsti og lok samkomubans

Senn lýkur samkomubanni og skólastarf færist í eðlilegt horf þann 4. maí. Á morgun er sumardagurinn fyrsti og þá er frí. Í næstu viku er 1. maí og aftur frí. Sem sagt tvær stuttar vikur í röð. Sundlaugin verður tilbúin þegar eðlilegt skólastarf hefst að nýju. Þann 4. maí tekur ávaxtaáskriftin gildi og þeir nemendur sem eru í áskrift fá ávexti. Hægt er að skrá sig í síma 430-8550 eða á grunnskoli@gfb.is

UMFG stefnir að því að íþróttaæfingar hefjist skv upprunalegu skipulagi en allt íþrótta- og tómstundastarf verður heimilað að nýju.

Nánar auglýst síðar

Gleðilegt sumar