Sumarkveðja

Kæru foreldrar/forráðamenn 

 

Þá er þessu viðburðaríka skólaári lokið og sumarið á næsta leyti. Við slitum skóla með nokkuð breyttu sniði í ár.  Þegar upp er staðið þá vorum við frekar ánægð með þá tilhögun og stefnum á að útfæra hugmyndina betur fyrir næsta ár .  

 

Skólasetning næsta skólaárs verður þann 25. ágúst. Nánar auglýst er nær dregur. 

 

Umsjónarkennarar skólaársins 2020-2021 verða:

  1. bekkur : Eydís Lúðvíksdóttir og Halla Karen Gunnarsdóttir
  2. bekkur :  Eydís Lúðvíksdóttir og Halla Karen Gunnarsdóttir
  3. bekkur : Gréta Sigurðardóttir
  4. bekkur : Helga María Jóhannesdóttir
  5. -7. bekkur :  Dagbjört Lína Kristjánsdóttir og Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir

8. -9. bekkur  : Þorsteinn Hjaltason

10. bekkur : Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir

 

Við þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum vetri. Við búum i góðu samfélagi. Skólastarfið verður aldrei betra en einstaklingarnir sem að því standa. Við þökkum bæjarstjórn, skólanefnd, foreldrum, nemendum og starfsfólki fyrir veturinn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs. 

 

Gleðilegt sumar

 

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri.