Svakalega lestrarkeppnin

Krakkarnir í 1. til og með 7. bekk spýttu aldeilis í lófana og lásu eins og vindurinn í Svakalegu lestrarkeppninni sem stóð yfir dagana 15. september til 15. október. Og það er með stolti sem við tilkynnum að krakkarnir lásu samtals 46.990 mínútur!  Geri aðrir betur og til hamingju með þennan árangur krakkar. ´
Sá skóli sem stendur uppi sem sigurvegari keppninnar á landsvísu verður tilkynntur á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, í sjónvarpsþættinum  Málæði sem sýndur er á RÚV.