Þjóðhátíðardagur Póllands

11. nóvember er þjóðhátíðardagur Póllands og af því tilefni var ýmislegt gert í skólanum. Nemendur hlustuðu á Pólska þjóðsönginn og í valtímunum horfðu þau á teiknimynd á pólsku, hlustuðu á pólska tónlist og lituðu pólska fánann. 
Á Eldhömrum fengum við foreldra til að taka þátt í deginum og komu þau með ýmis góðgæti s.s. pólskar pylsur, pólskt brauð með pólsku áleggi, pólskar kleinur og pólskt sælgæti. Einnig komu þau með myndir af Póllandi og pólskar bækur til að lesa/skoða. Síðan var skreytt með pólska fánanum og blöðrum í fánalitunum. Fleiri myndir eru inni á myndasafni.