Útilega

Á síðasta valtímabili skólaársins var nemendum á unglingastigi boðið að fara í útilegu, og þátttakan var glæsileg – um 70% nemenda tóku þátt.

Við vorum því alsæl með það að veðurfarið hefur leikið við okkur undanfarið, enda mikið annað um að vera hjá krökkunum á vorin.

Að þessu sinni fór hópurinn upp á Bárarháls. Þar var slegið upptjaldbúðum við vatnið, dregin net (full af fiski), buslað, sprellað, farið í fjallgöngu og leikið sér.

Í vorblíðunni var erfitt að sjá skil á milli dags og nætur og margir enn í fullu fjöri vel fram yfir miðnættið.

Það voru því þreyttir, en ánægðir, ferðalangar sem pökkuðu niður um miðjan morgun og mættu í skólann til að klára skóladaginn.

Við þökkum foreldrum fyrir skutlið og hjálpina, landeigendum fyrir að leyfa okkur að njóta og Sævari Stranda fyrir netin og bílnum í trússið.