Útivera

5. bekkur kíkti í útiveru, leiðin lá upp að vatnstank. Fórum í þeim tilgangi að reyna að finna ber, fundum nokkrar góðar berjaþúfur í hlíðum Hellnafells, en í leiðinni fundum við nokkrar týpur af sveppum sem við nýttum okkur google lens til þess að athuga hvaða gerð sveppirnir væru og hvort hægt væri að borða þá eða ekki. Allir fóru kátir heim,  sumir blárri en aðrir.