Útivist

Miðstigið fór saman út í náttúrufræðitíma, markmiðið var að finna góðar greinar og tálga þær þannig að við getum nýtt þær í að grilla brauð. Vonandi getum við farið í næsta útitíma í þríhyrninginn og grillað brauð á eldstæðinu þar. Veðrið lék við okkur og gekk mjög vel að finna prik og tálga. Fleiri myndir inni á myndasafni undir nafninu Útivist 2023-2024.