Útskriftarferð 10. bekkjar

Það voru 7 krakkar og 3 foreldrar sem lögðu af stað um miðja nótt til að keyra útá Keflavíkurvöll þann 28. apríl. Lent var um kl. 11 á Gatwick. Þar lá leiðin til London með lest. Löbbuðum við frá lestarstöðinni London Brigde að hótelinu sem var aðeins lengri leið en við reiknuðum með. 😉 Vorum við komin uppá hótel uppúr kl. 15.  Eftir að hafa aðeins slakað á uppá herbergi  og komið sér fyrir var rölt um nærumhverfið. Við vorum í hverfi sem heitir City of London og er ekki svo langt frá Tower Brigde og Tower of London. Kíktum í nokkrar búðir og fórum á ítalskan veitingarstað til að fá okkur að borða. Það var farið snemma að sofa þetta kvöld þar sem allir voru orðnir þreyttir eftir langan dag. 

 Næsta dag var ferðinni heitið í London Eye og í siglingu niður Thames ána. Svo var rölt um og skoðað. Labbað framhjá Big Ben og sumir löbbuðu að Buckinghamhöll.  Það var mikið af fólki á þessum slóðum og stundum aðeins of mikið fyrir okkur Grundfirðinganna.😊  Það voru margir götulistamenn sem sýndu listir sínar þarna. Nokkrir fóru í búð sem heitir Build a bear og þar urði nokkrir bangsar til. Það var líka komið við á Starbucks sem var vinsælt í ferðinni. Um kvöldið fórum við á stað sem heitir Burger and lobsters að borða. Sumir voru grand á því og fengu sér humar á meðan aðrir létu hamborgara duga. 😊  

 Þriðja daginn lá leiðin í Madame Tussauds safnið. Þar var mikill ævintýraheimur. Hægt að fara inni í Star wars heim eða t.d Aliens heim og “hitta” marga af sínum uppáhalds leikunum. 😊  Eftir það lá leiðin á Oxford street og þar var sko hægt að versla. Sumir versluðuð mikið á meðan aðrir versluðu ekkert. Stoppað var á  McDonalds  og fengjð sér að borða. Enduðum svo daginn á Hard Rock café á Oxford street. Þar var live tónlist í gangi sem var skemmtilegt. 

 Fjórða daginn var svo haldið heim. Langt á stað með lest um kl. 9 til Gatwick og flogið heim um kl. 13 og vorum við lent heima uppúr kl. 16:00. 

 Þetta var frábær ferð í alla staði. Og svo flottir krakkar sem sýndu sínar bestu hliðar. Þau  voru til fyrirmyndar þarna úti og höfðu gaman af þessari ferð. Eitthvað sem þau eiga eftir að muna eftir lengi.😊 

Nemendur 10. bekkjar langar að þakka öllum sem styrktu þau í fjáröflun fyrir stuðninginn. Án ykkar stuðnings hefði þessi ferð ekki verið farin. Takk fyrir.