Vasaljósaganga

Síðastliðinn föstudag var farið í hina árlegu vasaljósagöngu. Allir nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar, leikskóladeildarinnar Elhamra og starfsmenn skólans lögðu af stað í niðamyrkri kl. 8:30. Leiðin lá upp hestastíginn og inn í skógræktina fyrir ofan bæinn. Nemandi í unglingadeild las upp draugasögu og nemendur skemmtu sér vel með vasaljósin í skóginum. Fleiri myndir inni á myndasíðu merkta Vasaljósaganga 2023.