Vinna við heimasíðugerð, teams og word

Nemendur á miðstig eru núna að taka sín fyrstu skref með hin ýmsu forrit. Forritin eru ekki ósvipuð því sem margir nota við vinnu sína. Í dag var verið að vinna í Teams og Word. Nemendur báðu um að tekin yrði mynd af þeim og sett á heimasíðu meðan þeir væru með hana opna. Að sjálfsögðu gerum við það.