Óskilamunir í grunnskólanum

Nú er skólaárinu að ljúka og er búið að safnast upp alveg svakalegt magn af óskilafatnaði í skólanum. Í nóvember fórum við nemendur í 4. og 5. bekk yfir óskilafatnaðinn og tók saman verðmæti fatnaðarins og komu til skila þeim fatnaði sem var merktur, frétt má sjá hér Óskilamunaverkefni | Grunnskóli Grundarfjarðar (grundo.is). Í nóvember var verðmæti óskilafatnaðarins um 500 þús kr. en eftir að hafa farið aftur yfir það sem hefur safnast upp í vetur þá er upphæðin komin uppí um 1 milljón. Krakkarnir komu merktum fatnaði til skila sem var alltof lítið. Við viljum biðja foreldra að koma uppí skóla og kíkja í skúffurnar hvort þau þekki ekki eitthvað af fötunum sem orðið hafa eftir í vetur.  

Bestu kveðjur 

Nemendur í 4. og 5. bekk